Fimmtudagur 09.08: Á sléttu melrakkans
Það var þvílíka veðurblíðan er risið var úr tjaldi í Lundi og eftir morgunmat var ekið afstað í heitum bílum. Fyrsta stopp var á Kópaskeri og aðsjálfsögðu var ekið um kauptúnið og það skoðað. Virtist vera alveg þokkalegasta húsaþyrping þarna. Því næzt var haldið á Melrekkasléttuna sjálfa. Það var áhugaverður akstur. Þarna hafði ég aldrei komið og var mjög gaman að skoða sig um þarna. Sérstakt var að koma á Raufarhöfn og skoða sólargarðinn eða hvað sem hann heitir og síðan er þessi bær mikið sorglegur úff. En flott var að koma að vitanum fyrir ofan höfnina og sjá yfir bæinn. Hef svo sem ekkert fleiri orð um það. Leiðin lá áfram austur á boginn og næzta þorp var Þórshöfn sem er mikið mun skárra en Raufarhöfn. Skemmtilegast var þó að hitta hann Hafliða þarna og fylgjast með löndun báta frá Vinnslustöðinni. Freistandi var að reyna komast á Gunnólfsvíkurfjall en ekki er ég viss um að Polly hefði haft það upp svo kíkt var bara í Bakkafjörð áður en komið var í sundi í Selársdalslaug. Er örugglega einn um þá skoðun að finnast það ein flottasta sundlaug landsins á mögnuðum stað.
Eftir það lá leiðin á Vopnafjörð þar sem slegið var uppi tjaldi í einum að þessum Alaskavíðishólfum. Frekar lítið og þröngt tjaldstæði en í flottu umhverfi með skjól af klettunum og útsýni yfir höfnina. Eftir að hafa soðið pöst og etið með beikoni og rjómasósu var tekið kveldrölt um bæinn. Ma komið við í kirkjugarðinum og Sambandsherberginu. Eftir það var bara skriðið ofan í poka til hvílast fyrir Hellisheiði Eystri og þetta var síðasta nóttin í tjaldi í þessu ferðalagi. Við tók tvær nætur í bústað (sem er hálfgerð sóun á sumri)
Myndir