sunnudagur, september 23, 2012

Sumartúrinn 2012: Þriðji kafli




Messudagurinn 05.08: Ferðalagið hefst

Messudagur rann upp og var í upphafi ekki eins bjartur og fagur og spámenn ríksins höfðu lofað en lítið við því að gjöra. Eftir að hafa pakkað seglskýlum saman að raðað í Polly skyldu leiðir við Eyþór og Boggu.

Við heldum sem leið lá í Þjórsárdalinn þar sem við komum við hjá Hjálparfossi, röltum í kringum Þjóðveldisbæinn og enduðum svo í sundi í Þjórsárdalslaug. Hún er reyndar lokuð en virðist mega mega sundlauga sig því vatn er í lauginni og hægt að komast í steypibað á staðnum. Eftir baðferð helt bara ferðalagið áfram og ætlunin var að koma sér yfir á vesturhluta landsins. Við enduðum sum sé daginn í Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfirði.

Þar er tjaldsvæði og telst það helst til tíðinda að nágranni okkar á Land Roverinum frá á Leirubakka var þarna. En þetta er svo sem dæmigert tjaldstæði á túni og með einu klósetti á hinum endanum. Svo sem ekkert að kvarta yfir nema sumt þarfnast þarna endurnýjunnar en skíthopparinn bragðist vel sem skellt var á grillið þarna. Við röltum svo aðeins um svæðið og Krunka mátaði m.a gamlan traktor, sem virðist vera svolítið þemað þetta sumarið en hvað um það.

Tjaldsvæðið þarna í Fljótstungu er samt prýðilegt þrátt fyrir að vera á berangri en samt mun skárra en vera í Húsafelli sé maður á annað borð á ferðalagi í uppsveitum Borgarfjarðar. Samt mætti klósettið vera í betra ástandi

Sjá myndir hér