laugardagur, september 22, 2012

Sumartúrinn 2012: Annar kafli




Laugardagurinn 04.08: Traktorstorfæra

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var kíkt yfir hæðina í morgunkaffi til Eldri Bróðurins. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum í annars glæsilegum sumarhíbýlum þeirra með sínu frábæru fjallasýn. Þar vorum við bara í rólegheitum og góðu yfirlæti í hitapotti út á palli hjá þeim. Það bættist svo í hópinn þegar Billi og Guðni renndu við á leið sinni á traktorstorfæruna
.
Um hádegi skröltum við yfir á Flúðir og horfðum þar á fullorðna stráka leika sér á traktorum í vatnabraut í kappi við klukkuna. Ágætis skemmtun það í veðurblíðunni. Að keppni lokinni skoðuðum við tækin og kíktum svo á litla fornbílasýningu sem var þarna í gangi. Er hugað var að mat í kaupfélaginu hittum við þá rafmagnsbílafélaga Raven og Hvergerðingin. Við kíktum svo aftur á Álfaskeið og grilluðum þar nong í klebb.

Um kveldið var okkur boðið í kjetsúpu í Grímsnesi hjá Steina frænda. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Allt frekar siðlegt barasta

Sjá myndir hér