fimmtudagur, september 27, 2012

Heilzubótarrölt

Nú ekki á morgun heldur hinn, eða á morgun ef þetta er lesið á morgun, þá er væntanlega laugardagur. Það sem meira er að þá er líka fínasta veðurspá svona ef veðurspámenn ríksins eru ekki að ljúga að okkur.
Þá erum við hjónaleysin, með laumufarþegan, að spá að skella okkur í einhverja hólagöngu á einhvern hólinn í nágrenni stórborgarinnar. Það er ekkert ákveðið ennþá á hvað skal halda en ýmislegt kemur til greina, misfrumlegt þó eins og td Helgafell, Mosfell, Fjallið eina, Grænavatnseggjar nú eða Miðfell við Þingvelli.  Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að skella sér í kjúklingagöngu þá eru að sjálfsögðu allir velkomnir með. Bara láta vita af sér