mánudagur, september 03, 2012
Í það heilaga
Nú um þar síðustu helgi gekk, stórvinkona okkar og mikli snillingur, hún Dísa í hjónaband með Hjalta (sem er ekki síðri en hún Dísa sín). Athöfnin og veizlan voru haldin í Fljótshlíð nánar á Hellishólum. Þau heiðurshjón buðu okkur fornu Eyjaförum auk maka en þarna voru:
Stebbi Twist
Krunka
Gvandala-Gústala
Oddný
VJ
HT
Auk þess voru þarna tvær af frumkvöðlum V.Í.N. sem áttu það til að koma með í okkar fyrstu ferðir um miðjan síðasta áratug síðustu aldar en það voru:
Hrabbla
Lena
Að sjálfsögðu voru svo líka brúðahjónin þarna líka
Óhætt að fullyrða að þetta var hin bezta veizla, góður matur og skemmtiatriðin stóðu undir nafni.
Gaman að samgleðjast svona vinum sínum á þeirra degi
En allavega þá eru myndir hér
P.s
Við hjónaleysin enduðum svo helgina á þvi að stökkva upp á Stóra-Dímon á heimleiðinni. Sáum vel inn í Þórsmörk og fengum annars hið prýðilegasta útsýni á annars auðvelt ,,fjall"