föstudagur, september 28, 2012

Sumartúrinn: sjötti kafli




Miðvikudagur 08.08: Kröflueldar

Í miðri viku var vaknað og þann dag var veðrið síst. Aftjölduðum að vísu í þurru en það komu einhverjir dropar á leiðinni austur á Mývatn ekkert nema til að herða mann. Þegar á Mývatnssvæðið var komið var haldið að Kröflu með það takmark að rölta á toppinn. Það hafðist og þar var Kári sterkur en náði samt ekki að feykja okkur um koll. Að yfirstaðinni göngu var komið að föstum lið þe að skella okkur í sund og varð sundlaugin í Reykjahlíð fyrir valinu. Heitapottslegan þar var alveg hreint prýðileg og kallaði fram hungurtilfinningu. Til að verða við því kalli líkamans skelltum við í súpu við Dimmuborgir. Fínasta súpa með góðu útsýni yfir vatnið og svo jólasveinana og Dimmuborgir.

Með fullan maga var haldið í vesturátt, kannski meira svona vestnorðvestur, til Húsavíkur. Þar var tankað og ísað áður en haldið var yfir Tjörnesið og yfir í Kelduhverfi. Í Kelduhverfinu var að sjálfsögðu kíkt aðeins á ættaróðalið. Tjaldað var svo í Lundi í Öxarfirði.( Dr. Skipuleif átti að vera ánægð með það). Þar er mjög svo hefðbundið tjaldstæði á hæðóttu túni með Alaskavíði í kring. Við fundum okkur góðan og sléttan blett í einu horninu og hofum að elda tudda kallinn. Eftir staðgóðan kveldmat skoðuðum við örlítið staðhætti þarna og leist vel á. Þrátt fyrir sléttu eru þarna nokkrir hólar sem kalla á mann að rölta uppá. Svo þarf að taka þessa sundlaug út við tækifæri. Bíð reyndar eftir því að Dr. Dilla skipuleggi ferð um þetta svæði og taki að sér leiðsögumanninn um Melrakkasléttuna. Hér með er skorað á Dýrleifu með það við tækifæri á næztu 10 árum

Sjáið myndir hér