fimmtudagur, september 20, 2012

Sumartúrinn 2012: Fyrsti kafli





Föstudagurinn 03.08: Álfabikar

Það var byrjað ferðalagið á því að elta veðrið með að skrölta á suðurlandið.  Eyþór og Bogga ásamt Katrínu höfðu ákveðið að slagst í för með oss.  Eftir smá bollalengingar var ákveðið að halda á Álfaskeið, sem er okkur flestum kunnungt og þarfnast tæpast frekari lýsingar, koma sér þar fyrir og skella sér svo á traktorstorfæru á laugardeginum á Flúðum.

Eftir að búið var að koma sér fyrir renndi Eldri Bróðurinn við á leið sinni í fjölskyldusetrið sitt og heilzaði upp á oss. Um leið bauð hann okkur í morgunkaffi sem og var með þökkum þegið. Svo var bara sötrað á öli og spjallað þangað til fólk lagðist ofan í poka.

Myndir eru hér