miðvikudagur, september 26, 2012

Smiðir gegn klámi



Nú síðasta messudag var öllum messuhaldi sleppt og skellt sér í vinnuferð upp í Tindfjöll. Svona með það að leiðarljósi að vonandi klára þennan skála einhverntíma í framtíðinni. Í sjálfu sér er þetta ekkert frásögum færandi nema nákvæmlega helmingur vinnuhanda þarna voru gildir limir innan V.Í.N. Hefðum getað verið í meirihluta ef ölið hefði ekki gjört VJ heilzulausan á sunnudagsmorgninum. En þessir þrír V.Í.N.-liðar sem þarna voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Móses

Síðan var einn þarna sem er bara okkur að góðu kunnugur en það var Billi. Síðan voru tvær aðrar Flubbasálir sem fáir þekkja og nenni því ekki að nefna þá (þó með fullri virðingu fyrir þeim).

Þarna voru menn vopnaðir með hömrum, borvélum, hnoðtöngum, kúbeinum og kíttissprautum. Ýmislegt að gjört þarna uppfrá og náðist að klára verkefnalistann frá Óla yfirsmið. Þannig að það sem er búið er ekki eftir.

Ef einhverjir nenna þá má skoða myndir hér