þriðjudagur, október 02, 2012

Sumartúrinn: Áttundi kafli





Flöskudagur 10.08: Heim á Hérað

Það er óhætt að fullyrða að þegar skriðið var úr rekkju að morgni flöskudagsins hafi verið veðurblíða dauðans. Úff því líkur hiti. Eftir að hafa notið þess í stutta stund var kominn tími að halda för vor áfram og framundan var sjálf Hellisheiði Eystri. Reyndar var svo gjört stuttur stanz við flugvöllinn til að fylgjast með POF-inum frá Norlandair fara í loftið. Svo var það bara Hellisheiði Eystri. Polly fór nú létt með þetta (þó ekki hafi nú hann farið mjög hratt amk ekki upp) og án efa léttar heldur en húsbílinn sem við mættum. Það var gaman að viðra fyrir sér útsýnið austan megin yfir Héraðsflóann og Dyrfjöll.

Þegar komið var á Eyglóarstaði vorum við það tímanlega á ferðinni að við skruppum í Atlavík til að slappa þar aðeins af og njóta veðurins. Á leiðinni í bústaðinn var ætlunin að koma við í sundi á Hallormstað en þar var barasta sundlaugin lok, lok og læs. Svo lítið annað var að gjöra en koma sér upp á Einarsstaði koma sér í bústaðinn, skella sér í sturtu og láta renna í pottinn ásamt því að safna tevufari.

Svo kom nú allt hitt fólkið og hafist var handa við að grilla burger. Um kveldið skelltum við hjónaleysin okkur til Reyðarfjarðar til þess að heilza upp á stórmeistarnn Brynjar Jóhann Halldórsson eða bara Bibbi eins og kauði er líka þekktur sem. Hann tók okkur í útsýnistúr um vinnuna sína ásamt því að taka okkur með yfir á Eskivík áður en við renndum aftur á Reyðarfjörð í nokkrar kollur af öli. Það var virkilega ánægulegt að hitta þennan meistara og fá smá leiðsögn um Fjarðarbyggð.

Myndir hér