Þriðjudagurinn 07.08: Hrepparígur
Áfram helst veður ágætt og allt leit út fyrir fjallarölt. Eftir að hafa gengið frá öllu okkar hafurtaski var komið við á benzínstöð á Sauðárkrók til að skipta um aðalljósaperu. Þarf að vera eitthvað bílavesen. Að viðgerðum loknum var ekið í gegnum sveitir Skagafjarðar, gegnum Fljótin og yfir Lágheiði uns komið var að neyðarskýlinu þar. Þaðan var lagt upp á Hreppsendasúlur. Óhætt er að mæla með þeirri göngu upp á fjall sem nær yfir 1000 mys og hefur eðli málsins skv gott útsýni. Kannski hægt að kvarta undan því að ofheitt var í veðri. Luxus vandamál.
Eftir hressandi gönguför var haldið í Ólafsfjörð í sund og þar nýtti maður ferðina til prufa nýju rennibrautina. Fín rennibraut þar og ágætis laug líka. Foreldrar Krunku voru svo búin að bjóða okkur í mat og slíkt boð vel þegið. Eftir stutt stopp í höfuðstað norðurlands og snæðing á grillaðri bleikju var haldið yfir Vaðlaheiði. Þar sem var farið að líða á kveld létum við það duga að fara í Fnjóskadal til að leggja okkur. Fyrst var meningin að tjalda í Systragili. Það er lítið tjaldstæði og við fundum ekki laust pláss þar svo vel væri þannig að kíkt var austur yfir á og slegið upp tjaldi í Vaglaskóg. Þar var að sjálfsögðu Vor í Vaglaskógi eins og ætíð. Þar voru ekkert nema hjólhýsi, húsbílar og fellihýsi svo komum við með litla tjaldið okkar og allir heldu að við værum ullar.
Þarf svo sem ekkert að tíunda neitt um þetta tjaldsvæði þar sem við höfum nokkrum sinnum gist. Að vísu vorum við uppi þe ekki niður við á. En mér finnst þetta orðið svolítið ekki spennandi og ofmikið af íslendingum þarna. En hvað um það
Skoðið myndir hérna