fimmtudagur, september 06, 2012

Tobbi kallinn



Nú síðasta messudag þegar sólin lét loks sjá sig var kýlt á létta göngu. Svona fyrir vakt. Þar sem víssara þótti að fara sér að engu óðslega var ákveðið að hætta sér á Suðurnesin og rölta þar á Þorbjarnarfell. Sem ku vera bæjarfjall þeirra Grindjána. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Hrabba

á Polly


Nú og góðkunningjar okkar þau:

Eyþór
Bogga
Katrín

á Rollu

...slógust svo í för með oss.

Skemmst er frá því að segja að allt gekk þetta stóráfallalaust fyrir sig og gaman að því að Katrín toppaði þarna sitt fyrsta fjall.
En til að gjöra langa sögu stutta, þó svo það sé um seinan þá má skoða myndir frá töltinu hér.

Kv
Göngudeildin