laugardagur, september 29, 2012

Athugun



Á flöskudag fyrir rúmri viku fór Litli Stebbalingurinn í óvissuferð með vinnunni. Þar var óvissan á Agureyrish og verður svo sem ekkert farið neitt nánar í það. Nema hvað að maður horfði til fjalla og sá að snjór er kominn í þau. Kaldbakur er hvítur langt niður í hlíðar og síðar var kíkt í skoðunarferð í Bruggverksmiðjuna Kalda og þar sá maður á fjöllin á Tröllaskaga og eru þau líka vel hvít niður fyrir miðjar hlíðar. Þetta haust lofar góðu með veturinn. Nú treystir maður bara á það sendiherra V.Í.N. á norðurlandi standi sig í fréttaflutningi