sunnudagur, ágúst 26, 2012

Skafti og Skapti



Nú um síðustu helgi skruppum við hjónaleysin austur í Skaptafell þar sem við hittum foreldra Krunku þar og notuðum við Polly til að koma okkur fram og til baka.  Þar gerðist svo ekki mikið merkilegt en engu að síður er ætíð ljúft að koma í Skaftafell.
Á laugardeginum tókum við rólegheita 10 km göngutúr, fínn rúntur fyrir væntanlega fjölskylduferð í Skaftafell eftir einhver ár, upp að sjónarnípu og Svartafoss. Kannski það sem helst telst til tíðinda eftir þessa ferð er að sundlaugin í Svínafelli hefur lokað.  Á messudag var svo skundað heim með einhverjum nokkrum stuttum stoppum. En hafi einhver áhuga má skoða myndir frá túrnum hér