fimmtudagur, maí 22, 2008
Hjá Úlfari
Það hefur líklegast farið framhjá flestum að V.Í.N.-ræktin hélt sínu striki síðasta þriðjudag. Eins og sjá má hér að neðan þá var stefnan tekin á Úlfarsfell og síðan þar niður.
Fjórar kempur hittust við Nóatún í Grafarholtinu og það voru:
Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn
Danni Djús.
Það er skemmst frá því að segja að öllum tókst að hjóla upp. Þótt það megi deila um hvort meira hafi verið hjólað eða gengið þegar á brattann sótti. En hvað um það.
Allir komumst upp og síðan sluppu allir ómeiddir á liður leiðinni og ekki einu sinni tókst nokkrum að sprengja eitt einasta dekk. Sum sé svaka stuð og allir kátir.
Menn voru vopnaðir myndavélum þarna og það er hægt að nálgast þær myndir á lýðnetinu.
Hér er frá Litla Stebbalingnum
Hérna er svo frá Skáldinu
Kv
Hjóladeildin
E.s. Er einhver stemning fyrir kvikmyndahúsi á mánudag?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!