föstudagur, maí 02, 2008
Hjólað í vinnuna
Nú er víst að fara að hefjast átakið Hjólað í vinnuna á milli vinnustaða. Þetta fer ,skv heimildum, fram dagana 7-23.maí komandi. Víst er að vinnustaður þess sem þetta ritar ætlar að vera með og amk hefur Litli Stebbalingurinn skráð sig með.
Þó svo að þetta sé víst vinnustaðakeppi þá er samt smurning hvort það eigi að halda einskonar innarbúðarkeppi innan V.Í.N. Þar sem V.Í.N.-liðar keppa sín á milli amk þeir sem hafa tök, getu og áhuga að því að hjóla til og frá vinnu nú eða skóla.
Þarna yrði m.a. keppt í fjölda kílómetra, hver nær flestum dögum og flestum km/per dag. Kannski er ekki alveg endanlega útfært og allar ábendingar eru vel þegnar hafi menn einhverjar slíkar og sömuleiðis væri gaman að vita hvort einhver stemning er fyrir því að taka þátt í skemmtilegum leik. Tjáning fer fram í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!