mánudagur, maí 12, 2008

Hvítasunnan senn liðin



Nú er fyrsta alvöru ferðahelgi sumarsins rétt við það að líða undir lok.
Ekki er beint hægt að segja að V.Í.N.-verjar hafi verið mikið á farandfæti þessa hvítasunnuna líkt og hefð er. Flestir voru bara heima en þó voru nokkrar undantekningar á því amk hluta úr helginni.

Bogi og Logi yfirgáfu höfuðborgina seinnipart laugardags með stefnuna á Bása og raun lítið meira en það. Þegar í Bása var komið var þar blíða en þó rigndi aðfararnótt sunnudags er menn voru í fastasvefni. Á sunnudag var svo gengið á Útigönguhöfða þar sem við komumst ekki yfir í Langadal þar ætlunin var labba á Rjúpnafell. Það er bara takmark sem bíður betri tíma.
Sjálfsagt kemur það fáum á óvart að myndvél var með í för og eru myndir úr túrnum komnar á alnetið. Hafi einhver áhuga á slíku þá má skoða myndirnar hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!