þriðjudagur, maí 06, 2008

Hjólhestareið um borgina



Núna fyrr í kveld fór fram annar dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni fram, rétt eins og áður hafði verið auglýst var hjólað um höfuðborg Íslendinga.
Ekki var nú fjölmennt frekar enn oft áður. En það má taka undir það sem tjéllingin sagði eitt sinn að það hafi verið fámennt en einskaklega góðmennt. Hvað um það.
Það var m.a hjólað um Öskjuhlíðina og til gamans má geta að enga sáum við perrana. Þaðan lá leiðin í vesturbæinn og loks um miðbæinn með nokkrum krókum.
Þeir sem hópinn skipuðu að þessu sinni voru úthverfaprins og miðbæjarrotta. Kemur sjálfsagt engum á óvart að það vantaði fulltrúa kvennþjóðarinnar. Eins og svo oft áður.
Ætli það sé ekki best að segja þetta gott í bili og leyfa myndum að tala sínu máli en þær má skoða hér

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!