fimmtudagur, maí 15, 2008

Skalusfellus



Sjálfsagt höfðu þeir fáu sem nenna að lesa þessa síðu tekið eftir, þá fór einn liður fram í V.Í.N.-ræktinni í gærkveldi. En vegna leti og síðan anna, allt kreist úr manni sem má skv samningum og reglugerðum þegar maður loks snýr aftur til vinnu en nóg um afsakarnir, þá birtist nú loks skýrzla.
Það var nú barasta nokkuð fjölmennt en enn fjölmennara ef maður tekur með þá sem misskildu tímasetningar vitlaust og urðu því undanfarar. Það sem merkilegt telst er að loks lét V.Í.N.-kona sjá sig og er það vel. Vonandi að framhald verði á því og fleiri bætist í hópinn. Verið ávallt velkomnar.
En þeir sem gengu voru:

Stebbi Twist
Tuddi Tuð
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn
Erna

og síðan þeir sem misskildu tímasetninguna vitlaust

Raven
Gaui

Göngur gengu að mestu leyti vel fyrir sig í góða veðrinu og náðu allir toppnum. Þá er víst tilgangnum náð.
Allir sáttir?

Ef einhverjir ekki vissu þá eru komnar myndir á myndasíður.
Hérmá skoða frá Hirðljósmyndarnum
Síðan hérna frá Litla Stebbalingnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!