miðvikudagur, maí 21, 2008

Tugur, tugur í skráningu

Eitt er svolítið merkilegt sem er að ef þú leggur saman fjölda táa og fingra, á venjulegri manneskju, þá færð þú út sama fjölda og skráningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurárshátíðarþórsmerkurferð 2008 er kominn upp í eða tuttugu. Sem er magnað.
En ekki meira af töluleikjum. Það komið að fasta vikunnar og eitthvað sem æði margir hafa beðið eftir og það jafnvel spikspenntir. Þá borgar sig ekkert að vera draga þetta neitt mikið lengur enda nógu langt liðið á daginn. Komum okkur að máli málanna.

Álfar

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Gunnar I. Birgirsson
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Four low

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, það er betur heldur farið að styttast í helgina þetta árið sem og júróvísijón. Það er ekki seinna vænna hjá fólki að fara að safna liði, birgðum og finna út herkænsku til að ná örugglega (Smá)Strákagili.
Komið fínt í bili og treystum á það að það verði fleiri á næzta skráningarupptalningarlista að viku liðinni.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!