sunnudagur, maí 18, 2008

Úlfur, úlfur!



Þá er runnin upp enn ein ný vikan og hversdagsleikurinn bíður manns. En það er þó smá bót í máli að V.Í.N.-ræktin hefur sinn fasta sess og nú aftur kominn á sinn venjulega tíma þ.e á þriðjudag.
Að þessu verður hjólað og ekki skal ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skal stiga á sveif upp Úlfársfellið. Svo verður farið niður bara hver á sínum hraða. Annars getur verðið að ef mannskapurinn verður eitthvað latur að það verði látið duga að hjóla bara í kringum Úlfarsfellið. Kemur bara allt í ljós.
Nú er komið að því að ákveða hitting og hvernær skal hittast. Ætli það sé ekki bezt að reyna að koma í veg fyrir rangan misskilning eins og í síðustu viku.
Alla vega skal það nú lágt til að hittingur verði víð Gullinbrú. Líkt og í síðasta hjólatúr skal Skáldið ákveða tímasetningu. Alltaf gott að koma ábyrðinni á aðra.
Sum sé hjólað á þriðjudag og vonandi að sem flestir láti sjá sig á hjólhestafákum sínum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!