sunnudagur, apríl 27, 2008
Fellið hanz Helga
Þá er loks komið að því að V.Í.N-ræktin fyrir sumarið 2008 hefji göngu sína. Líkt og hér kemur fram er dagskrá sumarsins fyrir hina sívinsælu V.Í.N.-rækt, sem tókst með ágætum síðasta sumar, fullmótuð og núna n.k. þriðjudag er komið að fyrsta dagskrárliðnum.
Þar á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur heldur byrja rólega og fara að engu óðslega. Fyrsta fjallið nú eða hólinn er Helgafell í Mósó og það ætti engum að vera ofviða. Ætli að það sé ekki þokkalegasta tímasetning að hefja göngu kl:19:30. Eða hafi fólk aðra tíma í huga er bara að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Svo verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort kvennþjóðin verði duglegri að senda sína fulltrúa heldur enn í fyrra. Fyrir utan eina ferð , var frekar fátt um fulltrúa hreingerningardeildar, eiginlega bara ekki neitt. En koma svo stelpur þið getið þetta.
Alla vega þá sjáumst við vonandi sem flest á þriðjudaginn og svo fyrir þá sem vilja rifja upp síðasta sumar í V.Í.N.-ræktinni eða sjá út hvað þetta gengur er það hægt hérna
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!