
Það ætti varla að hafa farið framhjá neinum að dyggum lesendum
þessarar síðu að
V.Í.N.-rækin er hafin. Í
síðustu viku dustuðu menn rykið af
gönguskónum og nú er kominn tími á að taka
hjólahestafákana úr geymslunni,
pumpa í dekkin og allt sem tilheyrir.
Eins og áður kom fram er ætlunin að hjóla þessa vikuna og líkt með
fyrstu gönguna á ekki að fara sér að neinu óðslegu og byrja rólega. Það er stefnan að hjóla um höfuðborgina, kíkja í miðbæinn, skoða goshver og svo bara láta kylfu ráða kasti, rétt eins og með rúmin hjá Ingvari og Gylfa.
Jarlaskáldið hafði haft orð á tímasetningu eða öllu heldur var með óskir um það og núna er
boltanum kastað yfir á
Skáldið með ákvörðun á brottfarartíma. En ætli það sé ekki bezt fyrir úthverfaprinsana að hittast við
nýja rafstöðvarhúsið í Elliðárdalnum. Hafi aðrir áhuga að koma með, verður bara hittingur við þá á leiðinni.
Svo í lokin skulum við birta dagskrá mánaðarins
Maí
6. maí Hjólatúr um höfuðborgina
13. maí Skálafell í Árnessýslu
20. maí Hjólatúr upp á Úlfarsfell
27. maí Móskarðahnjúkar
Fleira var það ekki að sinni
Sjáumst bara á þriðjudaginn
Kv
Hjóladeildin