fimmtudagur, apríl 17, 2008

VÍN-ræktin 2008

Sælt veri fólkið.

Heilsu- og atferlisráð VÍN boðar hér með til fundar mánudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00, og er fundarstaður í Fold þeirri er Stefán Twist býr. Er ætlunin á fundi þessum að huga að sumri komanda, og jafnvel leggja drög að einhverri dagskrá fyrir það líkt og í fyrra, sem eins og allir muna tókst nokkuð bærilega. Þá má einnig nota tækifærið á fundinum og leggja fram hugmyndir um stærri sem smærri ferðalög, lumi einhver á þeim góðum. Allavega, félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nýta tillögu- og atkvæðisrétt sinn.

Stjórnin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!