miðvikudagur, apríl 23, 2008

Tugur og sex í skráningu

Það er allt að gerast og klukkan er. Menn ætla að skunda á Snæfellsjökull og fagna þar sumri. Dagskrá fyrir V.Í.N.-ræktina 2008 er kominn. Já, allt á fullu, nema þegar kemur að skráningu fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008 þá er allt við hið sama. Greinilegt að fólk þarf að fara að girða sig í brækur eða eitthvað.
En komum að því sem máli skiptir í þessari færslu.

Skírnarnöfn

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn

Automobiles

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Nú þegar vetur er senn á enda og sumarið rétt handið við hornið og ekkert nema betri tíð framundan með blóm í haga. Trúi því og treysti á að þegar fyrsti skráningarlisti á nýju sumri verður birtur verði ný nöfn þar. Það kemur bara í ljós.
En þar til.
Gleðilegt sumar

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!