miðvikudagur, apríl 09, 2008

Tugur og fjórir í skráningu

Þó að það sé að æra óstöðugan þá kemur hér skráningarupptalningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð 2008 í enn eitt skiptið.
Ekki að það þurfi að koma neinum á óvart þá er engin nýr kominn fyrir þessa vikuna, enda nennir ekki nokkur kjaftur að lesa þetta bévítans bull. En þrátt fyrir það þá kemur hér vikuskammturinn.

Mannanafnanemd:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn

Vélknúin ökutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Þar hafið þið það.
En að lokum vill undirbúningsnemd eftirlitsdeildar minna á að fyrirhuguð er undirbúnings-og eftirlitsferð inn í Bása í Goðalandi núna um komandi helgi.
Ekki meira að þessu sinni

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!