sunnudagur, apríl 20, 2008
Helgin er búin
Þó svo að ekkert hafi verið skipulagt fyrir þessa helgi, sem senn er liðin, þá var ekki sitið með hendur í skauti. Þvert á móti
Félagarnir Steini og Olli fóru fyrir hönd skíðadeildarinnar í Skálafell á flöskudagskveldið síðasta og renndu sér þar fram eftir kveldi og nýttu þar síðustu opnunar dagana, líkt og sjá má hér.
Í dag, messudag, fór göngudeildin snemma á fætur og í stað þess að mæta til morgunmessu var haldið upp á við og nær almætinu. Fulltrúar göngudeildarinnar voru Litli Stebbalingurinn og Jarlaskáldið. Seinna mér lá síðan Vífilsfell undir fótum þeirra. Sönnun á því að þeir náðu toppinum má sjá hér.
Án efa mun svo Skáldið sjálfsagt setja sínar myndir fljótlega inn á sína myndasíðu.
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!