sunnudagur, apríl 13, 2008

Undirbúnings-og eftirlitsferð




Rétt eins og fólk hafði sjálfsagt tekið eftir á áður auglýstri dagskrá var stefnan sett í Bása í Goðalandi þessa helgi sem lið í undirbúningi fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið.
M.a könnuðu undirritaður ásamt Djúsinum hvort ekki væri fært fyrir hjólhesta og svo reyndist vera. Öllum helstu etfirlitsskyldum var sinnt af samvizku nema ekki reynist fært að kíkja í (Smá)Strákagil. Þess í stað var bekkurinn í (Blaut)Bolagili aðeins færður úr stað og skiltið djakkað. Allt annað fór annars hefðbundið fram og á siðsamlegum nótum.
Skáldið er svo búið að skutla inn myndum og þær má sjá hér. Sömuleiðis hefur Litli Stebbalingurinn hlaðið sínum afrakstri inn á alnetið og þær eru aðgengilegar hérna.

Góðar stundir
Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!