þriðjudagur, apríl 29, 2008
Fyrsti liðurinn
Þá er fyrsta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni á því herrans ári 2008 nýlokið. Það var rölt á hóll einn, sem kallast Helgafell, og þar tekin lítil hringur.
Ekki er beint hægt að segja að það hafi verið fjölmennt í fyrstu göngunni en engu að síður góðmennt. Þó svo að engar V.Í.N.-konur hafi látið sjá sig. En þeir sem fóru nú í kveld voru:
Mið stúfur
Litli Stúfur
Stóri Stúfur
Þarna sannaðist hið fornkveðna að það er hvasst á toppnum.
Auðvitað var myndavélar ekki langt undan og eru myndir komnar á alnetið amk frá undirrituðum og eru þær hér. Á nú von á því að Skáldið skutli sínum inn innan tíðar (sem það hefur núna gert).
P.s. Eldri Bróðurinn bað mig um að koma þeim skilaboðum áleiðis að þeir Flubbabræður ætla að bjóða gildum limum V.Í.N. afnot að grilli sínu annaðkveld þ.e miðvikudag. Fólki er velkomið að koma með sínar eigin afurðir af einhverju dauðu dýri og skella því á grillið sem er á heimili þeirra bræðra. Matreiðsla hefst kl:18:30 eða bara þegar fólki hentar fljótlega eftir það
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!