miðvikudagur, apríl 30, 2008

Tugur og sjö í skráningu

Þegar veturinn var rétt við það að enda, kom smá kippur í skráninguna og er það vel. Nú er líka lohan komin og þá má sjálfsagt eiga von á því að fleiri skrái sig sem vorboða ljúfa og skelli sér með í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. En hvað um það ekki er ætlunin að halda fólki við tölvuna nú þegar vor er í lofti. Nú eiga allir að vera úti í sólinni að leika sér.
Vindum okkur í mál málanna:

Homo sapiens sapiens:

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Blöndudalur
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Brunavélar

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Jáha, ýmislegt að gerast og spennandi tímar framundan með tilheyrandi sinubruna og öðrum vorboðum og styttist í júróvísíon og allir kátir.
Svo er bara spurning hvenær sumir komast á hrækjur svo hægt sé að skipuleggja næztu undirbúnings- og eftirlitsferð.

Kv
Undirbúiningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!