þriðjudagur, apríl 08, 2008

Mörkin

Nú hafa einhverjir fimm aðilar lýst yfir einlægum vilja til að fara í Mörkina um helgina svo Jarlaskáldið gekk í það mál áðan að panta gistingu í skála fyrir þá fimm í Básum aðfaranótt sunnudags. Einhverjar hugmyndir voru uppi um að fara á föstudeginum en skálinn ku vera fullur þá nótt svo vilji menn gera það er vissara að taka tjald með. Spurning hvort það hafi einhver áhrif á áætlanir.

Annars mun vera vilji til þess að ganga á Rjúpnafell á laugardeginum og er það hið besta mál. Þótt einungis hafi verið pantað fyrir fimm sagði forsvarsmaður Útivistar að enn væri nóg pláss í skálanum svo það er um að gera fyrir áhugasama að bætast í hópinn, veðurspáin er bara bongó eins og venjulega og því engin ástæða til að hanga heima.

Lifi byltingin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!