sunnudagur, júní 18, 2006

Á skíðum...

...skemmti ég mér!!!

Svona rétt áður en lengsti dagur ársins brestur er kominn tími að fara að huga að skíðaferð næsta veturs.
Iceland Express var núna um helgina að auglýsa flug til Friedrichshafen í vetur. Það er bara silld. Stutt í alla helstu skíðastaði austurríska/ungverskakeisaradæmisins og ekkert tengiflug, því miður þá bara eitt takeoff, og ódýrt að koma sér á staðinn. Nú þurfa menn, og jafnvel konur líka, að leggja höfuðið í bleyti og koma með tillögur um áfangastað og tíma. Svo er bara að negla þetta niður og af stað...

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!