miðvikudagur, júní 14, 2006

Nú fer hver að verða síðastur!!!

Já, það eru orð að sönnu því nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í hina sívinsælu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Því eftir þessum lista eru bara 2.eftir svo tíminn er að hlaupa frá ykkur þarna úti. Ekki það að litli Stebbalingurinn hafi nokkurn tíma séð þennan tíma hlaupa. Eða séð tíma svona yfir höfuð ekki frekar en rafmagn, sem er ekki til. Né heldur veit ég um nokkurn mann sem hefur séð tíma. Eða hvað um það. Um að gera að koma sér á listann o það strax. Já núna strax. Hættum nú að bulla um það og birtum dýrðina

Manneskjur:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún

Fjórhjóladrifstækin:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer

Óbreyttur listi frá því síðast. Sem þarf svo sem ekki að vera neitt slæmt. Nú er bara um að gera að fara að safna brennivíni og öðrum göróttum drykkjum.

Nú að allt öðru. Eins og lofað var, fyrir ekki svo margtlöngu, veglegum verðlaunum fyrir gest nr:75.000. Og er er að koma að því. Nú verður gaman.
Eins og sjá má á teljara hér til hægri, mikið er gaman að benda fólki á til hægri, er ekki svo margir í það að þessari tölu verður náð. Eins og í mörg hinn fyrri skiptin verða vegleg verðlaun í boði. Til að gæta jafnréttis þá verður að sjálfsögðu verðlaun í karlaflokki og stúlknaflokki og hinum ýmsu aldursflokkum. Svo má ekki gleyma jákvæðri mismununinni.
Þá er bara fyrir þann heppna/heppnu að gefa sig fram í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Jafnvel má nota tækifærið og skrá sig í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!