fimmtudagur, júní 08, 2006
Börsungar
Í gærkvöld var haldinn úrslitafundur um þrítugsammilisferð á hausti komanda líkt og flestir lesendur ættu að vita þar sem fundurinn var einkar fjölmennur. Sýndist sitt hverjum eins og gengur og gerist en að lokum var sú ákvörðun tekin að fela sérlegum millilandaferðafulltrúa VÍN að falast eftir tilboðum í för til Barcelona-borgar í kringum septemberlok, og voru það 10 manns sem kváðust tilbúnir í slíkt ævintýri.
Hlutirnir eru stundum fljótir að gerast þegar fólk í fæðingarorlofi tekur sig til: Pöntuð hefur verið ferð fyrir tíu manns og einn að auki til Barcelona-borgar þann 28. september og er heimkoma áætluð 2. október. Hið eina sem væntanlegir ferðalangar þurfa að gera er að reiða fram staðfestingargjald að upphæð 14.000 kr á allra næstu dögum og geta svo eytt næstu mánuðum í að láta sig dreyma um að teyga ölið á Römblunni í léttu bongói. Þeir sem ekki eru svo heppnir að vera meðal hinna 11 útvöldu eru beðnir um að hugsa ráð sitt, en ekki of lengi, því það er víst ekkert of mikið af sætum eftir í relluna. Sem fyrr minnum við á að miði er möguleiki og aðeins er dregið úr seldum miðum. Takk fyrir.
Tillagan um sólarlandaferð til Búlgaríu var felld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!