Sælt veri fólkið!
Fyrir þær fáu sálir ekki vissu þá fór V.Í.N. í sína hvítasunnuferð um síðustu helgi. Það vill einmitt svo skemmtilega til að síðasta helgi var nefnilega hvítasunnuhelgin 2006. Ótrúleg tilviljnum það.
Ferðinni var heitið í Skaftafell eða Skaptafell og næsta nágrenni. Fínasta ferð alveg það, og þótt ótrúlegt sé þá var sjálfur öræfaóttinn með í för og það í öræfasveitinni. Magnað! Vonandi að hann láti nú sjá sig meira það sem eftir er af sumri.
Hirðljósmyndarinn, sjálft Jarlaskáldið, var að sjálfsögðu með myndavélina og er hægt að sjá afraksturinn af því á myndasíðu Skáldsins. Myndir úr hvítasunnuferðinni er hægt að nálgast hér. Njótið vel
Að lokum þakka ég samferðafólki mínu frá um síðustu helgi fyrir góða ferð. Takk fyrir mig
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!