fimmtudagur, júní 01, 2006

Barcelona

Ákvað að hringja í Heimsferðir og kanna með laus sæti til Barcelona fyrir 15 manns ( þá er miðað við að allir mæti) og það er nú ekki orðið mikið í boði.
Það sem heillaði mig mest er ferð 21-26 sept. Flogið er út um 7 á fimmtudagskvöldi og komið heim um 9 á þriðjudagsmorgni. Þessi ferð er mun fyrr en hinar og verður hitinn þá væntanlega meiri eftir því, svo eru þetta líka fleiri dagar :)
Aðrar ferðir sem eru í boði eru allar í 3 nætur, 27 okt og svo allar helgar í nóvember. Verðið á þessum ferðum er mjög svipað en veltur að sjálfsögðu líka á hótelinu sem við veljum.
Þá er bara málið að drífa í að ákveða þetta svo það verði nú ekki uppselt.
Endilega látið álit ykkar í ljós annars fæst aldrei niðurstaða í þetta mál

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!