þriðjudagur, júní 27, 2006
3 dagar
Þrír er töfratalan eins og segir í kvæðinu, þrír voru vitringarnir, þrír bjórar eru í hálfri kippu og þrír væru fingur á hvorri hendi ef maður missti tvo af hvorri, en það eru einmitt þrír dagar í FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð, og þrír dagar síðan VÍN-verjar sátu síðast þar að sumbli. Fyrir þá sem af því misstu eða vilja rifja gleðina upp er bent á þetta.
Annars er það helst að frétta að hinar ýmsu undirbúningsnemdir funda stíft þessa dagana, svo að allt verði sem best úr garði gjört þegar hátíð gengur í garð, og heiti ég þó ekki Garðar. Þá hefur Gróa á Leiti verið á fullu um allan bæ að safna sögum í sarpinn og má búast við einhverjum uppljóstrunum þar að lútandi á næstu dögum. Látum þetta duga í bili, góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!