föstudagur, júní 23, 2006

Fimm, Fimm, Fimmvörðuháls!



Nú er þetta aldeilis alveg að bresta á, brottför innan seilingar og endalaus gleðin skammt þar á eftir. Í kveld hélt galvaskur hópur undanfara inn í Mörk, þrír VÍN-verjar auk sérlegs aðstoðarmanns, og slógu niður tjöldum á hreint prýðilegum stað. Fer því hver að verða síðastur að bregða sér með, en eins og allir vita er miði möguleiki og aðeins dregið úr seldum miðum. Sumsé, lokaundirbúningsferðin fram undan, mætið eða verið ferhyrningar. Góðar stundir.

PS. Og til að koma sér í stemningu fyrir helgina, hlustið á þetta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!