Nú er gleðin barasta alveg að bresta á, og líkt og oft vill verða þegar margir koma saman fer Gróa á Leiti á flakk og hafði hún frá ýmsu að segja í stuttu spjalli við undirbúningsnemdina.
En heyrst hefur...
...að Stebbi Twist hafi sést á bílasölum undanfarna daga að leita sér að Toyotu, í ljósi "breyttra einkahaga"...
...að Maggi Blö hafi leitað bæði til Einars Vilhjálmssonar, Atla Eðvaldssonar og alls íslenska skíðagöngulandsliðsins í leit að afsökunum til að mæta ekki í Mörkina, en án árangurs, svo hann ku vera væntanlegur...
...að Jarlaskáldið hafi birgt sig upp af svefnlyfjum og eyrnatöppum til þess að ná loksins að festa svefn í Mörkinni...
...að vaselín sé einnig að verða uppselt á höfuðborgarsvæðinu, og mun það tengt væntanlegri glímu...
...að Herra og Frú Andrésson séu í stökustu vandræðum þar sem hústjaldafriðunarnefnd hafi bannað þeim að fara með "nýja" tjaldið sitt í Mörkina, og vísi til sögulegs mikilvægis...
...að Alda hafi fengið vinkonu sína til að mæta, svo fremi að vinkonan nái í leigubíl...
...að viðbúnaður hjá Björgunarsveitum á Suðurlandi sé í hámarki, einu stigi hærra en yrði við Kötlugos...
...að engir hestar verði sjáanlegir í Mörkinni, en þó ekki loku fyrir það skotið að þar sjáist hinar ýmsu gangtegundir, jafnvel með hraðabreytingum...
...að ríkisstjórnin hafi ákveðið að nota væntanlegan gróða af sölu fyrir ferðina í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til að fjórfalda hringveginn...
...að þeim sem skrifaði þennan pistil verði fleygt í Krossá af þeim sem voru dissaðir í honum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!