mánudagur, september 01, 2014

Tóti og Jarlaskáldið ganga í það heilagaRétt eins og flestir hér í þessum hóp vita þá fór Jarlaskáldið á skeljarnar í fyrra og bað hanz Tóta. Viti menn hún sagði já. Nú þann 19.júlí s.l var komið að stóra deginum hjá þeim. Þau voru svo elskuleg að bjóða oss upp á útilegu þessa helgi í Borgarfirði nánar tiltekið við Brúarás. Þegar staðsetning var ljós kveiknuðu nokkrar ljósaperur hjá Litla Stebbalingnum um að gjöra eitthvað á laugardeginum t.d hjólheztatúr. Því voru hjólheztar með í för ásamt því að Eldri Bróðirinn og Danni Djús ætluðu að slást með í för og kom Djúsinn með hugmynd að hring.
Annars voru það einungis 3 V.Í.N.-liðar, fyrir utan tilvonandi brúðhjón, sem renndu í hlað á Brúarás á flöskudagskveldinu og slógu þar upp tjöldum. Nokkir af MR gengi Skáldsins voru líka mætt eða komu skömmu síðar. Djúsinn og Huldukonan voru svo í bústað skammt frá og kom sá fyrrnefni á sínum hjólheztafák um kveldið í spjall og bjórsmakk. Eins og áður sagði voru bara þrjú sem mættu á flöskudagskveldinu en það voru:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka

Litli Kóreustrákurinn um að koma oss og hjólheztunum á vettvang.

Um hádegisbil á laugardeginum var skellt sér í hjólheztatúr/hring sem lá frá Brúarás, framhjá Hraunfossum, gegnum Húsafell, yfir Hvítá, Hálsasveit, Kalmarstunga, Fljótstunga og svo Hvítársíða aftur að Brúarás.
Þessa leið fóru eftirfarandi kappar og hjólheztar:

Stebbi Twist á Cube
Eldri Bróðirinn á Wheeler
Danni Djús á Scott

Þetta gekk með ágætum og er við komum í Fljótstungu og Hvítársíðu vorum við á blautum leir bornum malarvegi sem þýðir bara að við komum hressilega drullugir aftur til baka en það er bara gaman að því. Maður vex aldrei upp úr því að drullumalla. Leikföngin verða bara aðeins dýrari. En hvað um það. Eftir að við komum aftur í Brúarás var farið að græja sig fyrir sundför og hafði hópurinn farið í sund á Kleppjárnsreykjum og eftir hjólabjórinn fylgdum við bara í kjölfarið en áður en við fórum fór að fjölga í hópnum.

VJ
HT

Á Blondí renndu í hlað og í kjalsoginu á þeim voru líka

Maggi á móti
Elín Rita

á Sindý

Þau fóru bara strax að undirbúa og hefja ris á tjöldum meðan við skelltum okkur í sund.

Það fjölgaði svo gestunum er leið á að athöfnin hófst

Yngri Bróðirinn
Erna

Gunni
Adólf

Jökla Jolli
Auður

Danni Djús
Huldukonan

Þá var hægt að ganga frá gjöfinni og óhætt að fullyrða að okkar brúðkaupsgjöf hafi verið þyngsta gjöfinn og jafnvel líka sú stæzta

Ásamt fullt að öðrum geztum.

Óhætt er svo að segja að bæði athöfnin og tala nú ekki um veizluna hafi verið ansi vel heppnuð. Veizlan var amk skemmtileg og vel veitt í mat og drykk. Kleinurnar komu skemmtilega á óvart og runnu ljúft niður með mjólkinni.

Svo á sunnudeginum var bara pakkað í sól og síðan gætt sér á grilluðum pulzum. Þetta var amk ansi skemmtileg helgi.
Það má amk skoða myndir frá helginni hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!