föstudagur, september 26, 2014
Verzló: Laugardagur
Þá rann upp laugardagur. Eftir að hafa tekið því rólega fram eftir degi en svo var kominn tími á að gjöra eitthvað eða fara. Úr varð að kíkja að Háafoss. Það var svo sem bara ekið sem leið lá upp Gnjúpverjahrepp og beygt út af þjóðveginum við Hólaskóg, þar sem er varla stingandi strá, og ekið sem leið lá veginn að Háafossi. Síðan var bara túrheztast þarna teknar myndir og notið þess að vera úti í stórbrotinni náttúru. Eftir þessa fossaskoðun var svo rennt á Flúðir til að fara í sund. Eftir mikla leit tókst að finna sundlaug sem var opin sem var einmitt á Flúðum. Eftir að hafa baðað sig var kominn tími að koma sér á tjaldsvæðið á Laugarás, opna öl og fíra upp í grillinu. Bið oss svo bara kveldmatur og létt almennt kveldspjall.
Sé vilji til þá má skoða myndir frá deginum hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!