fimmtudagur, september 18, 2014

Sumartúrinn 2014: Horft í suðurátt



Upp var runninn bezti dagur vikunnar sem er auðvitað mánudagur rétt eins og fleztir ættu að vita. Nú var farið að horfa til heimahaganna. Fyrir því voru aðallega tvær ástæður Litli Stebbalingurinn þurfti jú að mæta til vinnu á miðvikudagsmorgni sem og voru spámenn ríksins sammála um að það ætti að fara að kólna og gjöra slagveðursrigningu norðan heiða. Hvað sem því líður þá tókum við saman í blíðu og kvöddum Hlíð að sinni. Fyrsta stopp á heimleiðinni var Vogafjós en þó ekki til fá okkur tertusneið með rjóma heldur bara til kíkja aðeins á mööömööö. Börnin höfðu jú gaman að því. Reyndar var gjörður stutt neztispása þarna en bara með heimasmurt á bílastæðinu. Öll hersingin rúllaði svo vestur á leið til Agureyrish en þegar þar var komið voru allir orðnir svangir. Niðurstaðan var að kíkja í Kristjánsbakarí, sem er fleztum að góðu kunnugt eftir all nokkrar skíða-og menningarferðir þar sem gizt er í Furulundi, snæða síðan bara í Tröllagili. Þar átti líka að taka aðeins stöðuna og kíkja á veðurspá.
Eftir að allir voru orðnir mettir fóru pabbarnir á lýðnetið til að kíkja á skeytin. Loka niðurstaðan varð svo sú að Hólmvaðsklanið hélt til Ólafsfjarðar þar sem Arna og Tommi, hinn finnski, voru og ætluðu þau að heilza upp á þau. En þar var sko rigningarspá. Þar kvöddu við þessa góðu ferðafélaga og þökkuðu þeim fyrir skemmtilega daga, bara vonandi að það verði aftur næzta sumar svona eðal selskapur í sumartúrnum. Óskuðum við þeim góðrar ferðar en sjálf Twistfjölskyldan varð eftir í Tröllagilinu. Við gistum þar yfir nóttina og svo sem fátt markvert, ef þá nokkuð gjörðist, annað en við höfðum það bara gott þarna.

Fyrir áhugasama má skoða myndir hjerna

2 ummæli:

  1. Þræl fínn túr hjá okkur bíðum spennt eftir næsta sumri á nýjum slóðum.

    SvaraEyða
  2. Ekki laust við að það gæti líka spennings á Háaleitisbrautinni eftir nýjum ævintýrum næzta sumar

    SvaraEyða

Talið!