sunnudagur, september 28, 2014

Verzló: Messudagur



Messudagur rann upp en þó varla bjartur né fagur. Það var amk skýjað. En hvað um það. Eftir að allir voru komnir á fætur og höfðu lokið við messu, bæn, morgunmat síðan Mullersæfingar sem aðallega fólust í því að elta hunda sem aðrir tjaldstæðageztir höfðu meðferðis var komið að hápunkti dagsins. Svona alla vega hjá þeim minnstu en það var ferð yfir í dýragarðinn í Slakka. Jú, jú allir skemmtu sér þar og allt það fengu ís. Svo var bara kominn tími að huga að heimferð því það beið jú vinna hjá Litla Stebbalingnum allt of snemma á mánudagsmorgninum. En eftir hamborgaraát og fellun á tjaldi var ekið sem leið lá heim á veg. Þar telst helst til tíðinda að þar sáum við Patról draga Togaogýta. Ótrúlegt að slíkt skuli ekki hafa verið gjört í skjóli nætur.

En nenni lesendur að skoða myndir frá deginum sem aðallega eru af Skottu að klappa loðdýrum og smjatta á ís má gjöra slíkt hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!