þriðjudagur, september 16, 2014

Sumartúrinn 2014: Laugar



Messudagurinn rann upp mjög svo bjartur og fagur. Örugglega heitasti dagurinn á þessu ferðalagi. Eins og fram kom í færzlunni fyrir neðan þá var ákveðið á símafundi að kíkja í kaffi til stórmeiztarans Kára Smartís og eins af stofnmeðlimum þessa góða félags. En hvað um það. Hólmvaðsklanið ætlaði hins vegar veztari leiðina að Dettifossi og skoða líka ma Hljóðakletta.
Við Twistfjölskyldum komum yfir að Laugum í Reykjadal http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_laugar.htmþar sem Smartísinn tók á móti oss með kostum og kynjum. Við sátum svo bara úti í garði hjá kauða og grillaðist þar. Úff hvað það var heit.
Eftir að hafa kvatt meiztarann fórum við yfir þjóðveginn og í sveitasundlaugina á staðnum. Tókum líka aðeins út tjaldstæðið. Þetta lofar allt góðu þarna. Skjólsælt, get vottað um að það verður pottur þarna, sundlaug, bar og flest það sem á að vera á svona stað. Síðan lofaði Kári okkur skemmtilegum fjallahjólaleiðum á þingeysksu heiðunum og skemmtilegum jeppa slóða um Laxárdal. Svo ef fleiri verða komnir á racera þá má sjálfsagt fara skemmtilegan götuhjólahring þarna.
Er við komum aftur að Hlíð var bara hafist handa við að elda hveiti. En eitthvað teygðist á túr þeirra úr Hólmvaðinu en þau fengu sér bara flatböku á Vog. Við getum amk alveg mælt með þeim bökum. En svo fór bara kveldið í almennt spjall og flest heimsins vandamál leyst þetta kveld

Myndir frá deginum má svo skoða hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!