þriðjudagur, september 30, 2014
Hjólaheztaferð FBSR: Dagur 1
Jæja, það er víst ennþá sumar þó komið sé fram í gústa. En að þessu sinni var haldið í hjólheztaferð um Fjallabak með FBSR. Ekki beint V.Í.N.-tengt sem samt óbeint. Þarna í ferðinni voru 3 gildir limir V.Í.N. ásamt tveimur góðkunningjum.
En gróft ferðaplan fyrir ferðina var á þennan veg. Byrjað að hjóla í nágrenni Landmannahellis og Pokahryggir hjólaðir suður á boginn, farinn bílvegur og og yfir Markafljót, kringum Laufafell og aftur yfir Markafljót, áleiðis að Álftavatni og þaðan að Torfahlaupi og síðan reiðgötur meðfram hlíðum Sátu, fara yfir göngubrú yfir Markarfljót við Krók og gista síðan á skálanum þar. Á messudag yrði hjólað áfram í Mosa og á brú yfir Markarfljót í Hattfellsgil og þaðan slóða að skála FÍ í Emstrum (Botna) og síðan hjólað þaðan í Þórmörk. Svo eftir nennu að Stóru Mörk. Sum sé stórgott plan og allt leit úr fyrir stórskemmtilega hjólheztaferð.
Þar sem það voru teknar slatta af myndum þá er kannski óþarfi að bomba ca 160 myndum i eitt albúm heldur skal þessu skipt niður á dagana og um leið hefur maður smá líf á þessari ástsælu síðu vor. Síðan er líka skemmtileg tilbreyting að það eru ekki endalaust margar myndir af Skottu að smjatta á trúðasleikjó og kannski verður þetta áhugaverðugra fyrir flesta.. Jæja komum okkur að ferðasögunni sjálfri
Það var á flöskudagskveldi að her manns kom saman í höfuðstöðvum FBSR við Flugvallarveg eða 13 sálir. Þar af voru 3 gildir limir eða þau:
Stebbi Twist á Cube LTD SL
Krunka á Cube Nature PRO
Eldri Bróðirinn á Wheeler PRO69
Svo voru líka tveir góðkunningjar:
Eyþór á Ford F350 sum sé sá um að vera annar helmingurinn af trússgenginu
Haukur Eggerts á Wheeler PRO29
En þarna blandaðist saman fullt af hjólum en tegundirnar samanstóðu af:
3 stk af Cube
2 stk af Wheeler
2 stk af Trek
2 stk af Giant
1 stk af Scott
1 stk af Norco
samtals 11 hjólarar og tveir bílstjórar.
Fyrsti leggurinn lá yfir Hellisheiðina á þremur bifreiðium með viðkomu í Krónunni á Höfðanaum en bílarnir voru
FBSR3: Hyndai Starx H1
FBSR4: Toyota HiLux
FBSR6: Ford F350
Fyrsta stop var svo Hoflandssetrið í Verahvergi og þar fór fólk mett af mat. Síðan var ekið sem leið lá upp í Landmannahelli. Ekki voru allir sammála um hvaða leið skyldi farin og fóru 2/3 upp Landveg en 1/3 fór upp Gnjúpverjahrepp og yfir stífluna fyrir ofan Búrfell. Skemmst er frá því að segja að Landvegurinn er fljótfarnari. En hvað um það. Þegar komið var upp í Landmannahelli var svo sem bara slegið upp tjöldum.
Þarna kom reynsla á nýtt tjaldstæði á hálendinu. Þetta fær sko fyrstu einkunn. Miklu færra fólk en td í Landmannalaugaum ásamt því að hælarnir runnu ofan í jarðveginn eins og ofan í mjúkt smjer, síðast en ekki síst þægilegt að liggja þarna. Þannig að þarna mun maður tjalda í framtíðinni þegar maður á leið um svæðið. Skítt með Landmannalaugar
Það eru ekki margar myndir frá flöskudagskveldinu en alla vega má skoða þær hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!