Það var víst
hjólheztatúr í
Heiðmörk með
FBSR í gærkveldi. En það er svo sem ekki megin tilgangur þessa pistils, en þar kveiknaði sú hugmynd að
hjólheztast Svínaskarð komandi helgi. Við þá sem rætt var við þ.e
Arnar Bergmann og
Bubbi Trucker kom i ljós að
messudagur hentar 67% aðspurðra betur en
laugardagur.
Það er því bara eiginlega neglt niður að hjóla þessa leið komandi messudag, nema nátturlega veðurguðirnir verði okkur ósammála. Að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir með
Kv
Hjóladeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!