miðvikudagur, september 03, 2014

Sumartúrinn 2014: Á GrettisslóðumRétt eins og glöggir lesendur þessa sorprits tóku sjálfsagt eftir þá auglýsti Litli Stebbalingurinn hér og hér hvort það væri einhver áhugi fyrir því að taka sameiginlegan sumartúr á því herrans ári 2014. Fjölskyldan í Hólmvaði lýsti yfir áhuga að koma með í sumarleyfistúr. Fyrstu hugmyndir voru að fara á norðanverða Vestfirði en þegar nær dró brottfarardegi voru veðurguðirnir ekki okkur hliðhollir amk ekki með Vestfirði. Því var bara ákveðið að herja á norðurlandið enda bezta spáin fyrir það svæði.

Það var sum sé þriðjudaginn 22.júlí er sumartúrinn hófst. Við Twist klanið renndum í Hólmvaðið eftir að hafa mett oss af plokkfisk. Þar hófst svo ferðalagið.

Í ferðalagið fóru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Polly

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta

Á Sindý með Ken í eftirdragi.

Ekki var komið langt á leið er það fattaðist að gleymst hafði að skutla tjaldi um borð í Polly. Því var ekkert annað að gjöra en snúa við hjá skógræktinni við Úlfarsfell og sækja seglskýlið. Svo var bara brunað í Borgarnes þar sem farið var í nýlenduvöruverzlun og tankað. Síðan var bara ekið sem leið lá norður á boginn yfir Holtavörðuheiði og gerður stuttur stanz í Staðarskála. Þar var ákveðið að gjöra næturstanz á Laugarbakka í Miðfirði.
Við rúlluðum þar og slógum upp tjaldbúðum. Þar verður að segjast að þarna er alveg fyrirtaks aðstaða. Tjaldflötin er hælavæn, aðstöðuhús með eldhúskrók, klósetti, þvottavél, þurrkari og úti þvottasnúrur. Svo ef einhverjir eru haldnir sjúklegum og óruddstuddum ótta við að gista í tjaldi má kaupa þarna gistingu í rúmi. Það telst svo alltaf stór kostur þegar heitt vatn er á tjaldstæði það einfaldar mjög svo allt uppvakst. Að auki er þarna tunnugrill og smá hópaðstaða. Toppurinn var svo að innifalið í þessu öllu var svo heitir pottar og við allir guttarnir skelltum okkur í þá. Sum sé hin allra fínasta aðstaða á alla máta. Svo var verzlunin ekki að skemma fyrir. Þar var til ullarsamfestingur í stærð fyrir Tudda tuð.
Alla vega þá fór ansi vel um okkur þarna enda fátt um fólk þarna og ekki vandamál að verða sér úti um bekk.
En fyrir forvitna má skoða myndir frá deginum hjer

2 ummæli:

  1. Aldeilis fínt, ég sem tryggur lesandi mun fylgjast spenntur með næstu dögum :o)

    SvaraEyða
  2. Ætli þá sé ekki bezt að maður haldi áfram með þessa vitleysu

    SvaraEyða

Talið!