sunnudagur, ágúst 31, 2014

Sumar 2014: Agureyrish-Dagur 10Þá var komið að síðasta deginum á Agureyrish þetta sumar, eða svo hélt maður. Framundan var brúðkaupsútilega við Brúarás í boði Tóta og Jarlaskáldsins. Dagurinn byrjaði á því að renna niður á tjaldstæði við Þórunnarstræti til að koma það óskilamun til réttra eiganda en Borghildur hafði gleymt símanum sínum í kaffiboðinu deginum áður. Þar leikju þær vinkonur sér aðeins á meðan pabbarnir gæddu sér á alvöru útilegu uppáhelling. Ætíð ljúft að kaffið sitt og jafnvel kleinu með. Á heimleiðinni renndum við feðgin upp í Hlíðarfjall og kíktum þar á aðstæður en þá mátti alveg finna lænu til að skíða í og það um miðjan júlí. En hvað um það. Það þurfti víst að pakka niður slíkt gjörir sig ekki sjálft og svo kom bara að því að koma sér aftur suður. Heimferðin gekk vel enda svo sem um steindauðan þjóðvegaakstur um að ræða en rennt var í borg óttans um miðnætti.
Nenni einhver að sjá hvað á þennan dag dreif má gjöra slíkt hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!