föstudagur, september 12, 2014
Sumartúrinn 2014: Áfram skal haldið
Rétt eins og fram í næztu færzlu á undan þá þurfti Polly á endurhæfinu að halda eftir vatnsdælu missinn. Það kom svo upp á daginn að við gátum fengið bílaleigubíl í sama flokki Polly á vægast sagt fáranlegu verði en stað VW Polo þá fengum við Hondu Jazz. Aðeins meira innra rými í þeirri sjálfrennireið. Sem var amk ekki til þess að álit mitt á Honda minnkaði. Klárlegu beztu japönsku bílarnir en hvað um það.
Líka kom fram í síðustu færzlu að Hólmvaðsklanið var komið á Mývatn og á Hlíð sem það ætlaði að vera á eitthvað næztu 2-3já daga eða svo. Eftir að hafa hlaðið Djassinn þá var ekkert annað að gjöra en koma sér austur í Mývatnssveit sem og var gjört. Fátt markvert ef þá nokkuð varð á vegi okkur austur. Er við komum á áfangastað var þar Kristjan Brabrason mættur ásamt Spúzzu sinni og dóttir svo það varð sæmilega fjölmennt enda bara gaman að því. Eftir tjöldun tók við matseld og nokkur önnur kveldverk. Eitt það skemmtilegasta við Mývatn er allur sá fjöldi af útlenskum ,,furðubílum" og var Litli Stebbalingur ófeiminn við að munda myndavélina í návist slíkra tækja.
En alla vega þá eru myndir frá flöskudeginum hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!