Eftir að hafa snætt morgunmat og öllu því sem tilheyrir skruppum við pabbarnir með ungana okkar í Grettisból, minnir að það heiti, eða bara víkingagarðinn. Þar fengu ungarnir að hlaupa um og stóru strákarnir
gripu aðeins í vatnsbyssurnar. Eftir einhverntíma var bara rölt til baka þar sem tími var kominn að taka saman. Ekki var alveg neglt niður hvar skyldi enda um kveldið en hugmyndir voru t.d Systragil, Sígríðarstaðaskógur eða Laugar í Reykjadal. En hvað um það. Eftir að allir voru búnir að pakka og raða í sjálfrennireiðarnar var ekkert að vanbúnaði að dóla sér áfram sem leið lá lengra austur á leið.
En rétt áður en komið var á Stóru Giljá fór að bera á einkennilegu hljóði í Polly sem var greinilega tengt vélinni og nokkrum sek síðar drap hann á sér. Okkur tókst að láta hann renna heim að einhverri heimreið. Litli Stebbalingurinn vatt sér út og opnaði húddið. Það leyndi sér ekki hvert var upphaflega meinið en vatnsdælan hafði ákveðið að kveðja þennan heim. Ekkert var annað í stöðunni nema heyra í Magga á móti og fá hann til að draga oss á Blönduós. Jú, jú að sjálfsögðu var kauði boðinn og búinn að koma og bjarga oss. Eftir að hafa sent börn og buru í sund, losað sig við Ken og fengið spotta lánaðan kom bjargvætturinn. Vel gekk að komast þessa ca 12 km á Blönduós þrátt fyrir að Polly væri svo gott sem bremsulaus.
Er á Dósina var komið var hægt að skoða aðeins betur og kom þá í ljós að tímareimin væri líka ónýtt og í bezta falli hafði hann hoppað yfir á tíma. Greinilegt var samt að við færum ekki lengra á vélarafli Polly. Nú tók við símhringingar hingað og þangað um landið. Redda varahlutum, reyna koma bílnum á verkstæði, engin verkfæri með í för né kannski nennti maður ekki að eyða fríinu í frekar stóra viðgerð úti á plani. En úr varð að pabbi Krunku kæmi ásamt félaga sínum með bílakerru og Ford F250 til að koma okkur í höfuðstað norðurlands.
Einhver bið var í þetta því fólk þurfti jú að klára að vinna og svo tekur smá tíma að keyra á milli. Á meðan koma Hólmvaðsklanið úr sundi og eftir smá spjall þá heldu þau bara auðvitað áfram og við ætlum bara að heyra í þeim og stefndum á að hitta á þau 1-2 dögum síðar. Við þurftum svo einhvernveginn að drepa tímann. Því neyddist maður til að brjóta sjálfskipað viðskiptabann. Þar sem það er ekki nokkur kjaftur sem les þessa síðu þá skiptir engu þó maður játi þessa syndir upp á sig. En við ma skelltum okkur í sund. Það verður að segjast að þarna er hinn prýðilegasta sundlaug, svona 2007 stíll en næztum setti sveitarfélagið á hausinn, en allar sundlaugar sem setja sveitarfélög á hausinn eða næztum því eru góðar sundlaugar. En ekki það að Litli Stebbalingurinn ætli að mæla með sundlaugarferð á Blönduósi ekki meðan þjóðvegur 1 liggur þarna í gegn. Nú eftir að hafa laugað sig var kominn tími að næra sig. Við skunduðum á Pottinn þarna í bæ til þess að éta. Skítsæmilegasti matur en ekki það að ég ætli að mæla með því að fólk éti þarna amk ekki á meðan að þjóðvegur 1 liggur þarna í gegn. Nú eftir mat var haldið yfir á N1 í eftirrétt sem var auðvitað ís. Eftir alla matveizluna var tekinn stuttur göngutúr um bæinn til að drepa tímann unz bjargir kæmu. Já, þetta er frekar sorglegur bær amk þetta litla sem við skoðuðum. Garðar í órækt og hús illa viðhaldin.
En svo kom að því að Fordinn mætti á svæðið með bílakerruna. Eftir að bjargvættirnir voru búnir að pulza sig upp var hafist handa við að koma Polly upp á kerruna. Það gekk nú bara ágætlega og eftir að hafa strappað þann bláa fastan var ekið af stað sem leið lá austur til Agureyrish. Óhætt er að fullyrða að Polly hafi aldrei farið eins hratt upp Bólstaðarhlíðina né upp á Öxnadalsheið og það með dautt á vélinni uppi á bílakerru, enda amerískt hestöfl sem sáu um þetta. Svei mér þá ef Polly hafi ekki bara líka slegið sitt hraðamet niður Bakkaselsbrekkuna líka. Klukkan var svo að slá í 22 er við komum til Agureyrish og við renndum með Polly beint á verkstæðið. Þar ætlaði kauði að kíkja á gripinn ca seinni part næzta dags og vonuðumst við til þess að Polly hefði ekki gjört oss það að beygja ventla. Við enduðum því daginn að komast í skjól í Tröllagilinu og nú var ekkert að gjöra en koma sér fyrir, bíða frétta og taka svo stöðuna hver svo sem hún yrði
Af Hólmvaðsklaninu er það helst að frétta að eftir sundferð heldu þau áfram og yfir í Skagafjörð. Nefnilega í Varmahlíð var Kristjan Brabrason, þ.e bróðir Magga Brabrasonar, með sínum stúlkum á tjaldstæðinu þar. Slógu þau þar upp Ken og ætluðu svo að halda áfram lengra austur á fimmtudeginum. Mývatn eða Ásbyrgi. Allt það yrði bara að koma í ljós og skýrist hér á næztu dögum
Annars eru myndir frá þessum tíðindamikla degi hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!