07.06.13
Flöskudagurinn 07.06 rann upp og líkt og síðustu daga þar á undan skein sól í heiði. Fyrst á dagskrá hjá oss var að kíkja í Ljósgjafann þar sem tengdó var að fagna 25 ára starfsafmæli með kökum og pulzuveizlu sem grillaðar voru í hádeginu. Ekki nóg með það heldur skyldi líka Skotta fá að vígja hjólheztakitið á Chariotinum sínum. Var hann því hengdur aftan í hjólið hjá Krunku, svona til að byrja með (því leiðin niður á eyri liggur öll niður í móti). Við komum reyndar aðeins of seint því grillveizlan var búin svo kökur urðu bara að duga. Á heimleiðinni renndum við við í Íslensku Ölpunum bara svona til að skoða. Eins og glöggir lesendur hafa án efa gert sér grein fyrir þurfti Litli Stebbalingurinn að draga Skottu og hjólheztavagninn upp aftur í Giljahverfi með viðkomu við Skottugil.
Eftir að hafa svo pakkað ofan í tösku var tekið heilzubótarganga niður á Glerártorg til að koma þar við í nýlenduvöruverzlun og redda ýmsu fyrir bústaðaferðina. Fljótlega eftir að heim var komið aftur var farið í tetris og pakka inní Rex og svo síðdegis var loks hægt að rúlla úr kauptúninu með viðkomu í Sérvöruverzlun Ríkizins. Stefnan var tekin austur á boginn og gekk för vor alveg prýðilega, renndum upp í Köldukinn til að virða fyrir okkur aurskriðuna sem hafði lokað veginum um Kinn. Kíktum á Goðafoss sem var í vexti og var eiginlega bara flúð. Síðan var bara malbiksakstur að bústaðnum með stuttri viðkomu á Núpi til að sækja þar lykla og við tók vika í bústað. Nú er spurning hvort Litla Stebbaling þykji ennþá það vera sóun á sumarfríi að eyða viku í bústað eða þarf að éta það ofan í sig. Eftir tæplega 2.klst dvöl í Asparlundi komu tengdó með matinn og kol þá loks hægt að flambera burger. Annars voru þetta bara rólegheit fram eftir kveldi þar sem maður sötraði örlítið mjöður og naut þess að smakka nýjar tegundir
En amk þá eru myndir frá deginum hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!